Þýtt: Effects of Creative, Educational Drama…

Effects of Creative, Educational Drama Activities on Developing Oral Skills in Primary School Children.

Höf: Abdulhak Halim Ula
Umfjöllun og þýðing: Ingvi Hrannar Ómarsson

Öldin sem við lifum á hefur stundum verið kölluð samskiptaöldin og eru góðir samskiptahæfileikar einna mikilvægustu hæfileikar sem manneskja getur búið yfir í nútíma samfélagi. Að tjá sig munnlega er algengasta tjáningarformið milli fólks og yfirgrip (e. scope) leikrænnar tjáningar má útskýra með 6 einföldum atriðum:

  • Nemandi lærir betur ef viðfangsefnið hefur merkingu fyrir hann.
  • Nám á sér stað þegar nemandinn á samskipti við umhverfið.
  • Því fleiri skynfæri (augu, eyru, bragðlaukar, lyktarnemar og snertinemar) sem eru notuð við nám því betur festist það í minninu.
  • Nemandi lærir best á því að gera sjálfur. (e. learning by doing)
  • Skilvirk þátttaka í leiklist/leikrænni tjáningu er góð leið til þess að læra betur að stjórna tilfinningum sínum.
  • Nám nemenda verður auðveldara og minnistæðara ef það er margt sem vekur áhuga þeirra.

Með leiklist í tungumálakennslu er það að læra tungumál gert að áhugaverðri og minnistæðri upplifun. Ef nám er tengt við reynslu nemenda verður það svo minnistætt að nær ómögulegt er fyrir nemendur að gleyma því. Leiklist er einnig frábært tæki til þess að þjálfa framburð og áherslu í talanda því hægt er að fá nemendur til þess að segja orð oft og með mismunandi áherslum í gegnum leiklist á skemmtilegan hátt.

Greinin fjallar um rannsókn sem gerð var í Erzurum, Tyrklandi á árunum 2006-7 þar sem 65 grunnskólanemendum í 4.bekk (10 ára) var skipt í tvo hópa. 33 voru í hefðbundna hópnum (4B) og 32 í tilraunahópnum (4A). Markmiðið með rannsókninni var að sjá hvort einhver munur væri á námi og framförum nemenda í móðurmálskennslu ef þau fengu mismunandi kennslu. Hefðbundni hópurinn fékk hefðbundna kennaramiðaða bókakennslu en tilraunarhópurinn fékk kennslu með aðferðum leiklistarinnar. Hóparnir voru báðir settir í forprófun í munnlegum samskiptum og komu mjög svipað út úr prófunum og var varla mælanlegan mun að sjá. Í forprófinu voru báðir hóparnir með í kringum 25 stig. Hins vegar eftir 14 vikna kennslu með mismunandi aðferðum kom í ljós verulegur munur á niðurstöðunum. Báðir hóparnir fóru í prófun og var þá 4B með einkunnina 27.60 en hópur 4A sem fékk aðferðir leiklistarinnar við kennslu með einkunnina 39.28. Þetta er verulegur munur á niðurstöðum og augljóst að aðferðir leiklistarinnar þar sem lögð er áhersla á að nemendur læri framburð, að tala fyrir framan hóp, horfa í augun á hlustendum, tala í réttri tónhæð og vera skiljanlegir virkar mun betur en hin leiðin. Þar er kennslan kennaramiðuð og með takmarkaða þátttöku nemenda í umræðum og fá þeir ekki að reyna nóg sjálfir.

Mað vísan í rannsóknina er augljóst að aðferðir leiklistarinnar virka mun betur en þær hefðbundnu aðferðir sem alltof margir kennarar nota. Námið á að vera skemmtilegt og minnistætt og er óhætt að segja að leiklistin uppfylli þau skilyrði og vel það.

Greinin sjálf: www.scipub.org/fulltext/ajas/ajas57876-880.pdf

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s