Samstarf og samskipti kennara

Ég fann í fórum mínum nokkrar setningar um samstarf og samskipti kennara. Ég held að þetta sé úr bókinni 501 tips for teachers í þýðingu Eddu Kjartansdóttir.

Ef svo er ekki bið ég um réttar heimildir á ingvihrannar@me.com

Samstarf og samskipti kennara:

 • Hjálpaðu öðrum kennurum(sérstaklega þeim nýbyrjuðu). Þið eruð ekki í samkeppni. Það er nóg af börnum fyrir alla.
 • Notaðu alltaf skýrt  mál þegar þú tala við foreldra. Þeir þarfnast aðstoðar og leiðbeininga en ekki skrúðmælgis. Að nota fagorð eða ruglingslegar útskýringar gerir þig ekki að betri kennara. Að ræða saman gerir það hins vegar.
 • Hafðu samband við umheiminn í gegnum Vefinn. Það er engin ástæða fyrir kennara að vera einangraðir. Notaðu tölvupóst og Internetið til að skiptast á skoðunum við kennara víðsvegar í heiminum.
 • Taktu mark á því sem foreldrar vita um börnin sín. Kennarar vita ekki allt best.
 • Hafðu við höndina lista yfir hæfa leiðbeinendur og/eða ráðgjöfum sem þú getur afhent nemendum og foreldrum sem á þurfa að halda. Þú getur ekki hjálpað öllum ein/n.
 •  Gefðu út einfalt vikulegt eða mánaðarlegt fréttabréf til foreldra. Foreldrar geta ekki hjálpað þér né börnum sínum ef þeir vita ekki hvað á sér stað í skólanum.
 •  Vingastu við ritara skólans og húsvörðinn. Þetta er fólkið sem getur skipt miklu máli að hafa á sínu bandi.
 •  Ljúktu tilætlaðri pappírsvinnu á réttum tíma. Það tekur ekkert lengri tíma að ljúka á réttum tíma og það byggir upp betri tengsl við fólk sem skiptir máli.
 •  Ekki tala illa um aðra kennara eða skólastjórnendur á almannafæri. Þið eruð í sama liði.
 •  Ekki yfirtaka vandamál annarra kennara. Þín eru ærin.
 •  Ekki skammast þín fyrir að nota efni sem góðir kennarar hafa notað.
 •  Segðu foreldrum það sem þú vildir vita ef nemendurnir væru þín börn.
 •  Ekki spyrja aðra hvers vegna þeir ákváðu að gerast kennarar. Sumir eru kennarar vegna langra sumarleyfa.
 •  Minntu starfsfélaga þína á að skóla á ekki að reka eins og fullorðnum hentar best.
 •  Hafðu alla foreldra með á öllum póstlistum og bjóddu þeim á uppákomur í kennslustofunni. Báðir foreldar eiga barnið, líka þeir sem ekki hafa það heimilisfast hjá sér.
 •  Ef foreldrar vilja ekki að þú hringir heim vegna vandamála í skólanum, ekki láta undan vilja þeirra. Það verður að vera hægt að stóla á þá líka.
 •  Forðastu að nota neikvæð orð ( eins og t.d. heimili í upplausn) þegar þú talar um heimili einstæðra foreldra. Fjölskyldur nú til dag eru samansettar á mjög fjölbreytilegan hátt. Allar fjölskyldur geta virkað vel!
 •  Ekki hika við að auglýsa það sem nemendur þínir hafa lært. Fjölmiðlar eru ekki lengi að birta fréttir af því sem miður fer í skólastarfi. Skólar verða því að halda á lofti því sem vel er gert.
 •  Haltu kaffisamsæti eða nestistíma hádegi með foreldrum. Óformleg samskipti byggja brýr milli heimila og skóla.
 •  Ekki hylma yfir með óhæfum kennara. Að standa með samstarfsmanni er annað en að gera óhæfum kennara kleift að skaða börn. Þú hefur skyldur gagnvart öllum nemendum, ekki einvörðungu þínum.
 • Það er í lagi að  vinna að því að lengja skólaárið en ekki styðja það að taka sumarfríið alveg af nemendum. Börn menntast með öðrum hætti á sumrin.
 •  Ekki kenna kennara síðasta ár fyrir þau vandamál sem þú átt við að glíma í dag. Það borgar sig ekki að leita sökudólga. Þú verður að vinna úr því sem þú ert með í höndunum og leggja þig fram. Góður kennari hefur ekki þörf fyrir afsakanir.
 •  Hlustaðu á eldri kennarana. Þeir búa yfir reynslu og visku. Hlustaðu á unga kennara. Þeir eru frjóir og áræðnir. Hlustaðu þó fyrst og fremst á sjálfan þig. Þú einn/ein veist hvað þú vilt gera og hvað þú getur gert.
 •  Stundum skaltu, frekar en setja nemendum fyrir verkefni segja þeim að verja tíma það kvöldið með foreldrum sínum. Hvaða fjölskylda tekur því ekki feginshendi að fá að verja tíma saman?
 •  Biddu um að skólinn útvegi þér nafnspjald. Það virkar í öðrum starfsgreinum. Af hverju ætti það ekki að gera það hjá kennurum?
 •  Ekki öfunda samstarfsfólk og félaga. Fagnaðu árangri þeirra og reyndi að finna út hvernig þau náðu honum.
 • Styddu skólastjórann. Yfirmaðurinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, en hann eða hún er í öllu falli yfirmaðurinn.
 •  Ekki ætlast til þess að foreldrar styðji framþróun í skólum. Flestir foreldrar vilja að skólar séu eins og þeir voru þegar þau voru börn.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s