Samskipti kennara og nemenda

Samskipti kennara við nemendur:
Úr bókinn 501 tips for teachers.
-Þýðing Edda Kjartansdóttir

 • Láttu börn ekki blekkja þig. Ekki trúa öllu sem nemendur segja þér um hvað aðrir kennarar leyfa í kennslustofunum hjá sér.
 • Hagaðu þér stundum fíflalega með nemendum þínum. Þau þurfa að vita að þú ert mannleg/ur.
 • Komdu fram af réttlæti við alla nemendur þína. Í bekkjum hjá góðum kennurum eru engir uppáhaldsnemendur.
 • Hvettu alla nemendur þína. Hvettu þá mest og hæst sem eiga fæsta að.
 • Ekki vera hrædd/ur við að snerta nemendur. Þeir þurfa meira á því að halda en nokkru sinni fyrr. Að faðma barn sem þarf á því að halda er ekki kynferðisleg áreitni. Það er umhyggja. Og umhyggja er það sem góð kennsla snýst um.
 • Vertu vakandi fyrir þeirri menningu sem ríkir í skólastofunni. Ekki bara láta hana verða til. Skapaðu andrúmsloft þar sem hvert barn upplifir sig velkomið og að þörf sé fyrir það. Þau skilaboð sem þú sendir hafa mikil áhrif.
 • Ekki segja nemendum að þeim hafi mistekist án þess að segja þeim hvar þeir geta sótt sér aðstoð til að ná markmiðum sínum. Góðir kennarar skilja nemendur ekki eftir í blindgötu.
 • Aðstoðaðu nemendur við að taka heilbrigðar ákvarðanir með því að kenna þeim að skoða hvort ákvarðanir passa við þeirra karakter.
 • Láttu þá trú sem þú hefur á kennslu og námi stjórna gerðum þínum. Láttu nemendur finna að þú trúir því að öll börn geti lært. Það eru engin börn sem gefist hefur verið upp á í bekkjum hjá frábærum kennurum.
 • Forðastu að dæma börn fyrirfram. Börnum hættir til að uppfylla þá fordóma sem fullorðnir ætla þeim.
 • Ekki velja nemanda vikunnar. Veldu frekar hóp af nemendum í hverri viku. Þannig geta allir orðið fyrir valinu einhvern tíma á skólaárinu. Það særir engan að vera tilnefndur en það er særandi að vera skilinn útundan.
 • Ekki lofa einhverju sem þú getur ekki staðið við. Það er óréttlátt gagnvart nemendum að byggja upp falsvonir. “Betra er ólofað en illa efnt”
 • Ekki gera lítið úr nemendum. Þeir vita kannski ekki hvaða hugtak á við um þá hegðun, en þeir vita hvað þú ert að gera og þeir munu ekki þola það.
 • Ef nemandi leitar til þín með vandamál sem þú getur ekki leyst. Ekki reyna að leysa það. Leitaði til viðeigandi sérfræðings. Það er mikilvægt að þekkja takmörk sín.
 • Ekki líta niður á börn sem eru með húðflúr eða hringi á ólíklegum stöðum á líkama sínum. Tíska er hvorki góð né slæm. Fegurð og hvað er töff markast af viðhorfi þess sem fylgir tískunni.
 • Sættu þig við að nemendur þínir geta stundum fengið góðar  hugmyndir, jafnvel betri en þú. Veldu stundum þeirra aðferð.
 • Þér þarf ekki að þykja vænt um alla nemendur, en þeir vita ekki af því. Haltu því leyndamáli fyrir þig.
 • Hugsaðu aldrei um nemendur sem óvini þína. Starf þitt felst í því að berjast fyrir þá en ekki við þá
 • Það er í lagi að nemendur séu skotnir í kennaranum sínum. Það er hins vegar  ekki í lagi að kennari ýti undir það. Gerðu nemendum alltaf ljóst að þú ert kennari –  og ekkert annað en það.
 • Varastu að bera systkini saman. Ekkert barn á að þurfa að standa í skugga systkina sinna eða vera ásakað vegna misgjörða ættingja.
 • Ekki vera langrækinn. Öll börn eiga það skilið að byrja hvern dag án fyrri mistaka eða slæmrar hegðunar.
 • Á góðum dögum munu nemendur þínir koma þér á óvart. Á slæmum dögum munu nemendur þínir koma þér á óvart. Láttu hið óvænta ekki koma þér á óvart.
 • Það er sama hversu lengi þú hefur kennt, ekki halda að þú hafir upplifað allt. Það er ekkert til sem hægt er að kalla “allt”. Nemendur eru óendanlega fjölbreytilegir.
 • Starfið í skólastofunni
 • Vertu sveigjanlegur. Gerðu ráð fyrir að spila af fingrum fram og gríptu góð tækifæri til kennslu þegar þau gefast.
 • Skipulegðu rými í stofunni þar sem  nemendur geta róað sig niður t.d. með því að  geta  skrifað eða  kýlt í púða eða annað það sem til þarf til að auðvelda þeim að losa um reiði, örvæntingu eða aðra tilfinningalega spennu.
 • Notaðu aðstoðarmenn (peer tutors)í stofunni. Þegar nemendur aðstoða aðra nemendur sigra allir.
 • Berstu gegn leiðindum. Þú etur kappi við margvíslegt afþreyingarefni.
 • Hafðu fasta punkta. Þeir geta gert kraftaverk. Börn þrífast betur þar sem gott skipulag ríkir og vinna betur ef þau vita á hverju þau eiga von.
 • Hjálpaðu nýjum nemendum að aðlagast með því að hafa við hendina “pakka fyrir nýja nemendur” sem inniheldur leiðarvísi um skólann, bekkjarmynd, stundarskrá og …
 • Breyttu til í stofunni af og til. Það viðheldur athygli nemenda og hefur áhrif á viðmót þeirra.
 • Hjálpaðu nemendum þínum að skipuleggja sig og viðhalda skipulaginu. Skipulagning er mjög mikilvæg til að komast af í lífinu. Markviss skráning á heimavinnu er góð byrjun.
 • Ekki viðhalda steríótýpum kynjanna. Bjóddu kvenvísindamönnum og stærðfræðingum í heimsókn sem fyrirmyndum fyrir stúlkur. Hjálpaðu kvenkyns nemendum þínum að brjótast undan hefðinni og til að fara óhefðbundnar leiðir.
 • Breyttu oft um viðfangsefni. Það getur verið að þér finnist gaman  að hlusta á sjálfa þig tala í klukkutíma eða lengur en  nemendum þínum líkar það ekki. Þeir hafa vanist  hnitmiðuðu afþreyingarefni  sem einkennist af hröðum skiptingum.
 • Gerðu andrúmsloftið í kennslustofunni þinni þannig að allri upplifi sig sem sigurvegara- eitt barn í einu. Þú getur aðeins kennt öllum  bekknum með því að einbeita þér að námi einstaklinganna.
 • Kenndu markmiðssetningu, hún er lífsnauðsyn. Börn vita ekki hversu miklu máli skiptir að setja sér markmið í lífinu nema við segjum þeim það.
 • Gerðu ráð fyrir skemmtilegheitum í kennslustofunni. Nám er mikilvægt en á ekki alltaf að vera háalvarlegt. Ef menntun er ekki skemmtileg, vilja börn hana ekki.
 • Prófaðu tónlist til að  skapa gott andrúmsloft í kennslustofunni. Það getur aðstoðað þig við að skapa þá stemmingu sem hentar hverju verkefni.
 • Gerðu ráð fyrir að nemendur þínir vinni  “raunverulega” vinnu. Stolt verður til vegna árangurs, ekki vegna góðgerðastarfssemi.
 • Leggðu þig fram um að  nemendur þínir fái aðgang að tölvum. Allir nemendur- ekki aðeins þeir sem hafa mikið milli handanna þurfa að fá aðgang að tækninni.
 • Hvettu nemendahópa til að vinna saman bæði innan og utan kennslustofunnar. Þegar börn vinna saman að því að læra, nær fáfræðin ekki völdum.
 • Hvettu nemendur þína til að skrifa í minnisbók (journal). Að skrá í minnisbók er góð leið til að vent tilfinningar, vera skapandi og æfa sig í ritun í einum og sama pakkanum.
 • Leyfðu nemendum að kafa djúpt eftir vitneskju. Námsmenn nútímans þurfa jafn mikið á dýpt að halda eins og umfangi. Yfirborðsmennska er ekki heimsstandardinn.
 • Þrjár fyrstu reglur góðrar kennslu eru (1) Hrós, (2) hrós og (3) hrós! En hrósaðu nemendum einungis þegar þeir hafa lagt sig fram. Innistæðulaust hrós getur leitt til falsks stolts og brostinna drauma síðar meir.
 • Skapaðu þær aðstæður að ólíkar kynslóðir geti lært í kennslustofunni hjá þér. Þegar margar kynslóðir leika sér og læra saman öðlast allir aukinn þroska..
 • Notaðu fjölbreyttar kennsluaðferðir. Börn læra ekki öll með með sama hætti. Þeim mun meira sem þú blandar kennsluaferðum er líklegra að allir nemendur þínir nái árangri.
 • Ekki taka þátt í því að hækka einkunnir. Ungt fólk þarf að fá heiðarlega umsögn ekki ýkjur. Börn geta tekið því sem er raunverulegt. En þau þola ekki lygar frá  fullorðnum sem þau treysta.
 • Ekki treysta eingöngu á próf til að segja þér hvað nemendur þínir kunna.  Nemendur eru meira en tölur á blaði. Leitaðu fjölbreyttra leiða (t.d. skriftarsýnishorn, frammistöðu í verkefni eða listræna vinnu) fyrir nemendur til að sýna í hvar hæfileikar þeirra liggja.
 • Listamenn nota verkmöppur til að sýna fjölbreytta vinnu sína. Því ekki að safna verkum nemenda í verkmöppu í sama tilgangi?
 • Leggðu þig fram um að draga úr svokölluðum “dauðum tíma” í kennslustofunni. Vertu alltaf með verkefni sem skipta máli.  Nemendur taka betur eftir ef þeir óttast að missa af einhverju mikilvægu.
 • Leggðu mikið upp úr samvinnu í kennslustofunni. Nú til dags verða börn að læra að vinna með öðrum í skólanum. Í raunverleikanum eru vandamál frekar leyst á farsælastan hátt þegar fólk vinnur saman, heldur en þegar því er att hverju gegn öðru.
 • Notaðu hvert tækifæri til að leggja fyrir verkefni sem eiga sér stoð í hversdagslífinu (t.d. fjölskyldutengsl og nágrannaerjur) . Nemendur verða að sjá tilgang með námi sínu. Stundum duga ekki rökin “bara af því að kennarinn segir það”. Varist þó að fjalla um málefni sem hugsanlega eru viðkvæm í því samfélagi sem skólinn er í.
 • Notaðu agastjórnun sem höfðar til innri aga nemenda eins oft og þú kemur því við. Það er það sem skiptir máli síðar á lífsleiðinni.  Lífið er í samhengi en ekki í ótengdum hólfum.
 • Kenndu nemendum að gera sér í hugarlund. Slíkt er hluti af andlegri þjálfun. Það sem þér tekst að sjá fyrir þér  er mögulegt að þú náir fram.
 • Ef  kennslustund gengur illa, gerðu eitthvað í því  – strax! Misheppnuð kennslustund verður ekki betri af sjálfsdáðum. Vertu alltaf með eitthvað í pokahorninu til að grípa til þegar illa gengur.
 • Sjáðu til þess að allar kennslustundir hjá þér séu byggðar á jafnréttisgrunni og taki mið af öllum þeim fjölbreytileika sem lífið hefur upp á að bjóða. Góð kennsla skilur ekkert útundan og fjallar um allt.
 • Þrátt fyrir að miðlar nútímans geri ráð fyrir að hljóð muni yfirtaka hið ritaða mál, haltu áfram að  kenna ritlist. Jafnvel internetið gæti hagnast á skýrum, áhrifaríkum textum.
 • Gefðu nemendum tóm til að sýna viðbrögð við spurningum þínum. Ekki flýta þér að fylla upp það tóm sem þögnin myndar þegar einhver svara ekki strax. Smá þögn setur pressu á nemendur til að svara spurningum sem þeir vita svarið við.
 • Aldrei biðjast afsökunar á löngum eða erfiðum verkefnum. Þau sýna að þú gerir kröfur til nemenda þinna. Nemendur ættu að öðlast menntun sína á gamalsdagshátt, með því að vinna fyrir henni.
 • Hafðu erfiðust tímana á þeim tíma á töflu þegar nemendur þínir eru ferskastir.
 • Leiðbeindu nemendum þínum hvernig hægt er að skipuleggja gögn sín heima. Það er aldrei of snemmt fyrir krakka að byrja á að stóla á skipulag í stað óreiðu.
 • Leyfðu nemendum þínum að meta sjálfa sig af og til. Láttu þá fylla út sjálfsmatsblað og  skoða með þér. Ræðið hvar ykkur greinir á – og hvers vegna!
 • Spyrðu nemendur þínar af og til hvernig þið í sameiningu getið bætt bekkinn. Ræðið í hóp þeirra tillögur.
 • Kenndu nemendum þínum að virða jörðina og það sem gerir líf á henni mögulegt. Það þarf ekki nema eina vistfræðilega meðvitaða kynslóð  til að ná sáttum við umhverfið.
 • Haltu áfram að lesa upphátt fyrir nemendur þína- alveg sama hversu gamlir þeir verða.
 • Kenndu grundvallaratriði  námstækni s.s. leiðir til að muna, hvernig á að taka próf, hvernig á að taka niður minnisatriði og hvernig best er að lesa til að tileinka sér efni. Þessi atriði hjálpa nemendum við að ná árangri.
 • Haltu upp á góðan árangur-líka þó lítill sé! Hvatningu er aldrei ofaukið.
 • Mundu að magn er ekki alltaf sama og gæði. Kennarinn sem talar mest eða setur mest fyrir kennir ekki endilega mest.
 • Byggðu upp orðaforða nemenda þinna – sama hvaða grein þú ert  að kenna. Orð gefa völd. Þitt hlutverk er að útdeila þeim.
 • Ekki setja nemendum fyrir heimavinnuna um leið og þeir eru á ganga út úr kennslustofunni. Hvert það verkefni sem er þess virði að vinna er þess verðugt að vera útskýrt vel fyrir nemendum og þeim gefinn tími til spurninga.
 • Staðsettu þig þannig að auðvelt er að ná til þín. Það að sitja  fyrir aftan skrifborð hvetur fólk ekki til að nálgast þig.
 • Stattu upp, farðu út á meðal “fólksins þíns”. Það virkar hjá stjórnmálamönnunum, af hverju ætti það ekki að virka hjá þér,
 • Byrjaðu og endaðu alla tíma á réttum tíma. Þannig skaparðu gott fordæmi. Auk þess  er það starf þitt.
 •  Notaðu mikinn tíma í að æfa nemendur í skipulagningu, hugsun og ákvarðanatöku en eyddu minna af tíma þeirra í minnisatriði, afritun og endurtekningu.
 • Aldrei kenna kennslustund sem heppnaðist illa tvisvar.
 • Geymdu birgðir af blýöntum og pappír sem nemendur hafa aðgang að. Þeim mun fleiri afsakanir sem  þú gerir ógildar,  þeim mun líklegra er að nemendur muni læra.
 • Notaðu aldrei verkefnablað til innfyllingar ef opin spurning myndi virka betur.
 • Hafðu alltaf góða kennsluáætlun tilbúna fyrir forfallakennara. Æfingin að kasta kristnum fyrir ljónin er löngu komin úr tísku.
 • Allar góðar sögur hafa eitthvað grípandi í sér frá  byrjun sem vekur áhuga lesenda svo þeir haldi áfram að lesa. Góð kennslustund er eins.
 • Ekki láta alltaf þá nemendur svara spurningum sem hafa rétt um hend. Þannig sleppa hinir of auðveldlega frá því að taka þátt.
 • Hafðu  það sem þú byggir námsmat þitt á einfalt. Það á ekki að þurfa sérfræðing til að skilja hvernig þú komst að niðurstöðu í matinu.
 • Hvíldu nemendur þína af og til- engin heimavinna um helgar!
 • Gerðu þér grein fyrir því að nemendur eru alltaf að læra, jafnvel frímínútur eru hluti af námskránni.
 • Settu aldrei fyrir verkefni sem þú ætlar ekki að líta yfir. Það eru nokkurs konar  svik.
 • Segðu nemendum þínum frá fyrrverandi nemendum sem hafa náð góðum árangri í lífinu. Börn þrífast á fyrirmyndum. Þau þurfa að vita að fólk er enn að ná árangri.
 • Hrósaðu nemendum í heyranda hljóði. Gagnrýndu þá einslega. Niðurlægðu nemendur aldrei frammi fyrir hóp. Yfir því kvarta  nemendur, hvar sem er, mest.
 • Ekki verða þræll námskrárinnar. Að ná til eins nemenda er mikilvægara en að klára tylft námsbóka.
 • Hafðu alltaf upp á meira að bjóða. Þegar nemendur hafa lokið tilskildu verkefni ættu þeir að geta gengið að öðru verki sem  reynir á þá.
 • Vertu góð fyrirmynd og haltu kennslustofunni hreinni og skipulagðri .Nógu mikil óreiða ríkir í veröldinni. Það er óþarfi að kenna borgurum morgundagsins að auka á hana.
 • Hafðu plöntur í kennslustofunni. Þær fegra umhverfið ( ásamt því að framleiða súrefni) og draga úr stofnanabrag námsumhverfisins.
 • Þú getur ekki undirbúið nemendur fyrir ritgerðapróf með því að leggja fyrir þá eyðufyllingaverkefni.Hugsaðu út í það!
 • Þegar veðrið er of gott til að vera innandyra, farðu út. Ferskt loft og sól hefur aldrei dregið úr gildi kennslustundar.
 • Hafðu einfalda myndavél í kennslustofunni. Það gefast oft frábær tækifæri til myndatöku. Myndirnar má svo hengja upp, eiga eða senda heim.
 • Vendu þig á að nefna góðar nýjar bækur við nemendur þína. Athugasemdir þínar geta vakið áhuga þeirra. Þú veist ekki hversu margir hafa ánetjast bóklestri á þennan hátt.
 • Notaðu stimpla og límmiða óspart á verkefni nemenda. Það er auðveld leið til að láta nemendur vita að þér líkar verk þeirra.
 • Ekki láta flott útlit verkefnis villa um fyrir þér. Leitaðu að því sem er undir öllu skrautinu. Stundum eru bestu verkin þau sem minnst láta yfir sér. .
 • Börnum líkar vel að setja persónuleg met. Tímataka og skráning framfara getur verið nemendum mikil hvatning. Þegar nemendur keppa við sjálfa sig, sigra þeir alltaf.
 • Hættu því sem þú ert að gera til að benda á regnbogann. Börn þurfa að læra það sem þú ætlar að kenna, en mörg þeirra þurfa jafnmikið á nokkrum regnbogum að halda í lífi sínu.
 • Láttu nemendur þína grafa tímahylki með algengu skóladóti í. Það er framlag nemenda dagsins í dag til sögukennslu nemenda morgundagsins.
 • Þegar kemur að lausn vandamála skiptir viðhorf mestu máli. Kenndu nemendum að vandamál séu af hinu góða. Án þeirra hefðum við ekkert að glíma við, lærðum ekkert og sigruðumst aldrei á neinu.
 • Sendu nemendum kort sem býður þá velkomna í skólann, viku áður en skólaárið hefst. Það er auðveld leið til að beina huga nemenda að nýju skólaári.

Úr bókinn 501 tips for teachers.
Þýðing Edda Kjartansdóttir

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s